Í tilefni af 150 ára afmæli Hardy vörumerkisins var boðið upp á kökur og kræsingar í Veiðihorninu í Síðumúla. Þar var meðal annars farið yfir sögu þessa hornsteins veiðimennskunnar á Bretlandseyjum. Þorsteinn Joð tók að sér að gera stuttmynd þar sem tiplað er á þessari sögu. Við frumsýnum hér myndina en báðum Þorstein Joð að lýsa aðeins innihaldinu.
Author Archives: Veiðihornið
Að vera með veiðidellu á lokastigi er bæði gæfa og á stundum kross að bera. Hann Hilmar Þór Sigurjónsson er svo sannarlega heltekinn af veiðibakteríunni. Hann er, þrátt fyrir að vera bara tólf ára gamall, orðinn liðtækur fluguhnýtari. Hann nýtir líka hverja stund sem gefst fyrir þá iðju.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur í vor, kom á land fyrir nokkrum dögum síðan í Eldvatni í Meðallandi. Fiskurinn mældist 99 sentímetrar. Veiðimaðurinn sem fékk hann hefur veitt árum saman í Eldvatninu og var staddur í veiðistaðnum Villa. Síminn var orðinn batteríslítill þegar hann kom í Villann. Hann ákvað að setja símann í hleðslu í bílnum áður en hann óð út á veiðistaðinn. Engar myndir eru því til að þessum met fiski.
R8 stendur fyrir “Revolution 8” enda má segja með sanni að hér sé áttunda bylting flugustanga frá Sage komin.
Það er án alls efa hægt að fullyrða að heimsins besti Peacock sé sá sem fiskurinn tekur hverju sinni. Betri Peacock er ekki hægt að biðja um.
Ný, byltingarkennd flugustöng kemur á markaðinn í byrjun apríl. MIkil leynd hvílir yfir þessari nýju stöng en hún hefur verið í þróun síðastliðin þrjú ár.
Við höfum bætt við vöruflokknum „Reyfarakaup“ í netverslun okkar.
Mikið úrval af vönduðum hreinsi- og smurefnum fyrir riffla og haglabyssur.