Author Archives: Veiðihornið

Óbreytt verð þriðja árið í röð

Veiðikortið, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal stang­veiðimanna kem­ur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaf­lega ánægju­legt að sjá að al­menn­ar verðhækk­an­ir hafa ekki áhrif á þenn­an úti­vist­ar­kost sem sí­fellt fleiri nýta sér.

Veiddu villisvín og rauðhirti í Eistlandi

Kon­um í skot­veiði hef­ur fjölgað um­tals­vert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að ger­ast í stang­veiðinni. Bára Ein­ars­dótt­ir og veiðifé­lagi henn­ar Guðrún Haf­berg voru í Eistlandi í janú­ar og skaut hóp­ur­inn bæði vill­is­vín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stutt­um fyr­ir­vara og eft­ir að hafa ekki kom­ist í nokk­ur ár vegna Covid, þá grip­um við tæki­færið. Við höf­um ekki kom­ist síðastliðin tvö ár,“ upp­lýs­ir Bára í sam­tali við Sporðaköst.