Óhætt er að segja að hér sé um byltingu í flugulínum að ræða því Rio Elite HeatLine auðveldar veiðimönnum lífið svo sannarlega í vor- og haustveiði.
Author Archives: Veiðihornið
„Match the Hatch.“ Það er flókið að snúa þessu svo vel sé yfir á íslensku en silungsveiðimenn þekkja hve nauðsynlegt það er að líkja sem best eftir fæðu fiska til þess að ná árangri á bakkanum.
Do All Outdoors er bandarískur framleiðandi leirdúfukastara og skotmarka. Við höfum boðið vörur frá Do All Outdoors …
Við vorum að taka upp gott úrval af felubirgjum og fylgihlutum frá Alps Outdoorz í Bandaríkjunum.
Taktu frá helgina 18. og 19. mars. Veiðihornið kynnir úrval af vörum í samstarfi við Veiðisafnið á Stokkseyri um helgina.
Veiðikortið, sem nýtur mikilla vinsælda meðal stangveiðimanna kemur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaflega ánægjulegt að sjá að almennar verðhækkanir hafa ekki áhrif á þennan útivistarkost sem sífellt fleiri nýta sér.
Konum í skotveiði hefur fjölgað umtalsvert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að gerast í stangveiðinni. Bára Einarsdóttir og veiðifélagi hennar Guðrún Hafberg voru í Eistlandi í janúar og skaut hópurinn bæði villisvín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stuttum fyrirvara og eftir að hafa ekki komist í nokkur ár vegna Covid, þá gripum við tækifærið. Við höfum ekki komist síðastliðin tvö ár,“ upplýsir Bára í samtali við Sporðaköst.
7. febrúar 1998 – 7. febrúar 2023. Við höfum verið hér fyrir íslenska veiðimenn í 25 ár.
Gott úrval af vönduðu púðri frá Alliant, IMR og Hodgdon.
Við vorum að fá í hús vandaða og áreiðanlega „præmera“ frá Fiocchi á Ítalíu.