Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Færslur eftir flokki: Sporðaköst stangveiði
Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.
Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Síðastliðin þrjú veiðitímabil hafa Sporðaköst haldið úti svokölluðum Hundraðkallalista. Þar höfum við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentímetrar eða lengri. Þessi fiskar eru fágætir og því merkisfengur fyrir hvern veiðimann.
Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.
Fimmtán íslenskar veiðikonur eru nýkomnar heim eftir veiðiferð til Grænlands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hópurinn hefur veitt saman í mörg ár og kallar sig Barmana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo einhverjar ár séu tilgreindar.
Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin. Við leituðum í smiðju Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu sem oft hefur gefið ráð um flugur fyrir lesendur Sporðakasta.
Þegar veiðimenn í Víðidalsá hófu veiðar í gærmorgun var stærsti laxinn úr ánni 96 sentímetra lax. Raunar tveir slíkir, en mjög óvanalegt er þegar komið er fram í september að ekki hafi veiðst í það minnsta einn hundraðkall.